top of page
Hrísey II.jpg

Um stofuna

Lögfræði hefur marga snertifleti sem endurspeglast í þeim fjölmörgu ólíku álitamálum sem lögmenn fást við í störfum sínum. Það skiptir mig miklu að viðskiptavinurinn sé ávallt vel upplýstur um stöðu mála og að aðgengi að lögmanni sé gott. Hjá KV lögmannsstofu er lögð áhersla á að veita vandaða og persónulega þjónustu á öllum helstu sviðum lögfræðinnar.

Ráðgjöf

Kappkostað er að veita skilvirka og vandaða ráðgjöf á ýmsum sviðum lögfræðinnar. Ekkert gjald er tekið fyrir fyrsta fund eða viðtal þar sem farið er yfir málið og kannað hvort grundvöllur sé til þess að aðhafast frekar í því.

Málflutningur

Ég hef mikla reynslu af málflutningi, hvort heldur sakamálum eða einkamálum og hef málflutningsréttindi bæði fyrir héraðsdómstólum og Landsrétti. 

Skjalagerð

Ég hef víðtæka reynslu af lögfræðilegri skjalagerð og annast alla helstu skjalagerð, hvort heldur um er að ræða samninga, erfðaskrár eða  annars konar löggerninga sem þörf er á. 

Kári_edited_edited.png

Um mig

Ég hef starfað sem lögmaður frá árinu 2014 að frátöldu árinu 2015 þegar ég starfaði sem aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Á þeim tíma sem ég hef gegnt lögmennsku hef ég vitjað að mér mikilli reynslu og þekkingu á ýmsum sviðum lögfræðinnar og flutt fjölda mála fyrir dómstólum. 

bottom of page