top of page
Kostnaður
Fyrsta viðtal hjá KV lögmannsstofu er þér alltaf að kostnaðarlausu. Gott er að undirbúa sig fyrir fund með lögmanni og vera með málsatvik á hreinu og hafa þau gögn sem skipta máli meðferðis á fundinn. Þannig nýtist fyrsti fundur með lögmanni sem best auk þess sem ráðgjöf verður hnitmiðaðri og auðveldara að áætla kostnað við verkið.
Verk eru ýmist unnin eftir tímagjaldi, hagsmunatengdri þóknun eða samkvæmt fyrirfram umsömdu verði - allt eftir tegund verks og samkomulagi aðila. Áhugasamir um þjónustuna eru hvattir til þess að hafa samband, en fyrsti fundur er þér að kostnaðarlausu.
bottom of page